spot_img
HomeFréttirSnjólfur Marel og Yellow Jackets töpuðu fyrsta leik tímabilsins

Snjólfur Marel og Yellow Jackets töpuðu fyrsta leik tímabilsins

Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets töpuðu í nótt fyrsta leik tímabils síns í bandaríska háskólaboltanum fyrir Colorado Mesa Mavericks, 75-70. Fyrstu þremur leikjum tímabils þeirra fyrir leik næturinnar hafði verið aflýst, en næst leika þeir gegn Westminster College Griffins í kvöld.

Snjólfur Marel var í byrjunarliði Yellow Jackets í nótt og lék 26 mínútur. Á þeim skilaði hann 2 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -