Í gær voru kynntar rýmkaðar sóttvarnartakmarkanir sem taka gildi á morgun. Nokkur breyting er í þeim er varðar æfingar í körfubolta, þar sem nú er liðum í efstu deildum karla og kvenna heimilt að hefja æfingar á nýjan leik, í fyrsta skipti síðan í byrjun október.
Karfan gerði sér ferð í Laugardalinn og ræddi við formann KKÍ, Hannes Jónsson, um leyfi til æfinga, undanþágur fyrir fyrstu deildir karla og kvenna, baráttuna fyrir neðri deildum og yngri flokkum, nýtt mótafyrirkomulag, landsliðsbúbblur og margt fleira.
Viðtalið er aðgengilegt hér fyrir neðan, sem og er það inni á iTunes og Spotify undir aðgangi Körfunnar: