Nú í hádeginu var það tilkynnt að frá og með komandi fimmtudegi mættu félög í efstu deild æfa á nýjan leik, en þau hafa ekki fengið að gera slíkt síðan í byrjun október. Mun breytingin vera hluti af rýmkuðum sóttvarnarreglum vegna Covid-19 sem gilda til 12. janúar.
Augljóst er að þessar reglur eru góðar fyrir liðin í Dominos deildinni, en að niðurstaðan er slæm fyrir þau félög sem eru í fyrstu og neðri deildunum. Halldór Karl Þórsson þjálfar bæði Dominos deildar lið kvenna og fyrstu deildar lið karla hjá Fjölni. Tók hann upp á því að bjóða karlalið sitt á lán í efstu deild eins og sjá má hér fyrir neðan, en með því móti gæti hann tryggt leikmönnum sínum æfingar út árið.