Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels töpuðu á dögunum sínum öðrum leik í bandaríska háskólaboltanum fyrir Bryant Bulldogs, 62-46. Næst leikur liðið gegn Monmouth Hawks komandi föstudag 11. desember.
Þóranna Kika átti ágætan leik í byrjunarliði Gaels, þar sem hún var frákastahæst í liðinu með 7. Við það bætti hún svo 2 stigum og stolnum bolta á 18 mínútum spiluðum.