Georgíska körfuboltasambandið hefur tilkynnt að uppselt sé á leik Íslands gegn Georgíu sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi í höfuðborg landsins Tíblisi. Höllin sem leikið verðu í er skýrð í höfuðið á borginni, tekur um 10.000 manns í sæti og því má gera ráð fyrir nokkrum látum í þessum síðasta leik riðlakeppni liðanna í undankeppni HM 2023.
Leikurinn ytra gegn Georgíu verður seinni leikur beggja liða í þessum lokaglugga undankeppninnar, en Georgía mun leika gegn Hollandi þann 23. febrúar í Almere á sama tíma og Ísland tekur á móti Spáni í Laugardalshöll í næst síðasta leik keppninnar.
Miðasala er í fullum gangi fyrir heimaleik Íslands gegn Spáni og fer miðasala fram í gegnum smáforritið Stubb, en samkvæmt heimildum Körfunnar gengur miðasala vel.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil