Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats töpuðu í kvöld fyrsta leik tímabilsins í bandaríska háskólaboltanum fyrir Marist University eftir framlengingu 68-65. Leikurinn var, líkt og tölurnar gefa til kynna í járnum allt til loka. Það er stutt milli leikja hjá Bearcats í upphafi móts, en á morgun mæta þeir Marist aftur.
Þrátt fyrir tapið átti Hákon ágætis leik fyrir Bearcats, skilaði 11 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum. Skotnýting hans í leiknum góð, þar sem 4 af 6 skotum hans af vellinum rötuðu rétta leið.