spot_img
HomeFréttirÞjálfari Lúxemborg fyrir leikinn gegn Íslandi "Stóri maðurinn þeirra Hlinason er afar...

Þjálfari Lúxemborg fyrir leikinn gegn Íslandi “Stóri maðurinn þeirra Hlinason er afar hæfileikaríkur leikmaður”

Íslenska karlalandsliðið leikur fyrri leik sinn í undenkeppni heimsmeistaramóts 2023 í sóttvarnarbólu FIBA í Slóvakíu gegn Lúxemborg komandi fimmtudag kl. 13:00. Verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV, en til þessa hefur liðið tapað einum leik (Kósovó) og unnið einn (Slóvakía) í keppninni.

Þjálfari Lúxemborg Pit Rodenbourg var í viðtali á vefmiðil sambandsins um leikinn gegn Íslandi á dögunum. Sagði hann þar að liðið yrði að einblína á leik sinn, þar sem ekki væri hægt að fá allar upplýsingar um andstæðinga fyrir svona leiki. Enn frekar sagði hann:

“Ísland er besta liðið í deildinni okkar að mínu mati. Í Tryggva Hlinasyni eru þeir með nokkuð stóran og sterkan leikmann undir körfunni. Við hreinlega verðum að hafa gætur á honum. Hann er að skora 21 stig að meðaltali í þessum leikjum og þá leiðir hann deildina í fráköstum. Restin af liðinu þeirra spilar nokkuð svipað hraðan bolta og við. Markmiðið er að hitta úr skotunum okkar og ná að koma þeim á óvart”

Ljóst er að Lúxemborg verður að ná í sigur gegn Íslandi ætli þeir sér að komast upp úr riðlinum. Til þessa hefur liðið tapað báðum leikjum sínum í mótinu. Þeim fyrri gegn Slóvakíu með 8 stigum og síðan Kósovó með 4 stigum.

Hér má sjá heimasíðu mótsins

Fréttir
- Auglýsing -