spot_img
HomeÚti í heimiEvrópa8 ára gamalt stoðsendingamet Arnars úr dönsku úrvalsdeildinni mölbrotið í gær "Það...

8 ára gamalt stoðsendingamet Arnars úr dönsku úrvalsdeildinni mölbrotið í gær “Það á eftir að standa lengi”

Átta ára gamalt stoðsendingamet Arnars Freys Jónssonar í efstu deild Danmerkur, Basketligaen, hefur verið slegið. Var það bakvörðurinn Marius Kirkholt Sørensen sem sló það í sigri hans manna í Bears gegn Horsens í gær með því að gefa 25, en bætti hann metið þar með um heilar 9 stoðsendingar. Fyrra metið setti Arnar í leik árið 2012 með BC Århus, 16 stoðsendingar gegn Aalborg Vikings.

Karfan hafði samband við Arnar eftir að ljóst var að metið hafði verið slegið og spurði hann út í hvað honum þætti um það að metið hafi verið slegið, sagði hann: “Leiðinlegt en met eru til þess að slá… Flott hjá honum, 25 stoðsendingar, það á eftir að standa lengi”

Fréttir
- Auglýsing -