Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza unnu Nizhny Novgorod í kvöld í Meistaradeild Evrópu, 78-75. Eftir leikinn er Zaragoza í efsta sæti D riðils með 2 sigra úr fyrstu 2 leikjum sínum í keppninni.
Atkvæðamestur fyrir Zaragoza var Dylan Ennis með 22 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar, en hann setti niður þriggja stiga körfu til sem tryggði þeim sigurinn. Fyrir Novgorod var það Alex Gavrilovic sem dróg vagninn með 19 stigum og 9 fráköstum.
Tryggvi lék rúmar 11 mínútur í leiknum, en þrátt fyrir að komast ekki á blað í stigaskorun, tók hann 2 fráköst, stal einum bolta og varði eitt skot.