Hjálmar Stefánsson, Tómas Þórður Hilmarsson og félagar í Aquimisa Carbajosa töpuðu fyrr í kvöld fyrir Grupo Alega Cantabria, 79-62. Fyrir leikinn höfðu Carbajosa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni, en þeir eru í 2.-4. sæti austurdeildar Leb Plata, einu sigurleik fyrir neðan efsta liðið, Grup Alega Cantabria.
Báðir áttu íslensku leikmennirnir fína leiki fyrir sín lið. Á 25 mínútum spiluðum skilaði Hjálmar 10 stigum, frákasti, stoðsendingu og vörðu skoti og á 33 mínútum var Tómas Þórður með 6 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar.
Næst leika Carbajosa gegn CB Marbella þann 31. október.