spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel og félagar lágu í Feneyjum

Jón Axel og félagar lágu í Feneyjum

Jón Axel Guðmundsson og Pesaro máttu þola tap í kvöld gegn Reyer Venezia í ítölsku úrvalsdeildinni, 93-77.

Eftir leikinn eru Pesaro í 4. sæti deildarinnar með 11 sigra og 8 töp það sem af er tímabili.

Á 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel þremur stigum, tveimur fráköstum og þremur stoðsendingum.

Leikurinn var sá síðasti fyrir landsleikjahlé í deildinni, en næst eiga Jón Axel og Pesaro leik þann 5. mars gegn Brindisi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -