Seattle Storm unnu í kvöld 2020 WNBA úrslitaeinvígi sitt gegn Las Vegas Aces. Fóru Storm nokkuð örugglega í gegnum úrslitaseríuna, 3-0. Lokaleikinn unnu þeir með 33 stigum, 92-59.
Storm höfðu stjórn á leiknum allt frá byrjun til enda. Leiddu með 9 stigum í hálfleik 34-43. Gerðu svo nánast út um leikinn í þriðja leikhlutanum, en forysta þeirra fyrir lokaleikhlutann var 27 stig. Eftirleikurinn nokkuð auðveldur, 33 stiga sigur niðurstaðan að lokum.
Titillinn sá fjórði sem félagið vinnur og sá annar á síðustu þremur árum, en áður höfðu þær unnið 2004, 2010 og 2018. Í liði Aces var A´j Wilson, sem áður hafði verið valin verðmætasti leikmaður tímabilsins.
Verðmætasti leikmaður úrslitanna var Breanna Stewart, en hún setti 37 stig í fyrsta leiknum, 22 í öðrum og 26 í leiknum sem tryggði þeim titilinn. Stewart aðeins 26 ára gömul var því í annað skiptið vali verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna, en hún vann verðlaunin einnig árið 2018. Þá var hún frá allt síðasta tímabil vegna slitinnar hásinar sem hún varð fyrir í úrslitaleik EuroLeague með rússneska félaginu Dynamo Kursk.