Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Gargzdai í dag í LKL deildinni í Litháen, 102-72.
Eftir leikinn er Rytas í öðru sæti deildarinnar með þrettán sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.
Á 24 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 22 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Næsti leikur Rytas er þann 14. febrúar gegn Pieno žvaigždės.