spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll lagði nýliða Vestra í Síkinu

Tindastóll lagði nýliða Vestra í Síkinu

Tindastóll lagði nýliða Vestra fyrr í dag, 74-54, í fyrsta leik beggja liða á þessu tímabili í fyrstu deild kvenna.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, þar sem að það voru gestirnir að vestan sem leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-16. Undir lok fyrri hálfleiksins settu Stólakonur þó fótinn á bensíngjöfina og byggðu upp nokkuð þægilega forystu, staðan 39-26 þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins hélt Tindastóll svo áfram að bæta við forystuna, sem komin var í 21 stig þegar að þriðji leikhlutinn endaði. Í honum gerðu þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 20 stiga sigri í höfn, 74-54.

Atkvæðamest fyrir Tindastól í leiknum var Eva Wium Elíasdóttir með 20 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Vestra var það Olivia Janelle Crawford sem dróg vagninn með 16 stigum og 13 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -