Denver Nuggets lögðu Los Angeles Lakers í nótt í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturstrandar NBA deildarinna, 114-106.
Leikurinn virtist ætla að vera nokkuð jafn á upphafsmínútunum. Í upphafi annars leikhluta tóku Nuggets þó öll völd á vellinum og byggðu nokkuð hratt upp forystu sína, sem þeir héldu svo út að mestu út leikinn. Lakers náðu þó á lokamínútunum að komast aftur inn í leikinn, þar sem að munurinn fór minnst í 3 stig þegar um tvær mínútur voru eftir, en tveir þristar frá Jamal Murray gerðu út um vonir þeirra.
Leikurinn að sjálfsögðu mikilvægur fyrir bæði lið, en þó heldur mikilvægari fyrir Nuggets, sem áttu að hættu að lenda 3-0 undir með tapi, en ekkert lið hefur komið til baka og unnið einvígi eftir það. Staðan því 2-1 fyrir Lakers eftir leik næturinnar og ef eitthvað er að marka frammistöðu Nuggets í síðustu tveimur leikjum, eru þeir enn til alls líklegir.
Atkvæðamestur fyrir Nuggets í leiknum var Jamal Murray með 28 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar. Fyrir Lakers var það LeBron James sem dróg vagninn með þrefaldri tvennu, 30 stigum, 10 fráköstum og 11 stoðsendingum.
Það helsta úr leik Lakers og Nuggets: