Dominos deildar lið Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við norska miðherjann Johannes Dolven.
Dolven mun því ekki vera með þeim þegar að Dominos deildin fer af stað í byrjun október, en hann kom til liðsins fyrir mánuði síðan. Samkvæmt fréttatilkynningu tók félagið þá ákvörðun að framlengja samstarfi þeirra ekki og mun hann halda heim á næstu dögum. Þakkar félagið leikmanninum góð kynni.