spot_img
HomeFréttirNuggets sendu Clippers í fríið - Heat betri en Celtics í fyrsta...

Nuggets sendu Clippers í fríið – Heat betri en Celtics í fyrsta leik

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

Í fyrri leiknum mættust Miami Heat og Boston Celtics í fyrsta leik einvígis liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar. Var leikurinn hin besta skemmtun, þar sem að liðin skiptust á að hafa forystuna í heil tíu skipti. Fór svo að lokum að Miami unnu eftir framlengingu með 3 stigum, 117-114.

Atkvæðmestur fyrir Heat í leiknum var Goran Dragic með 29 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Celtics var það Jayson Tatum sem dróg vagninn með 30 stigum, 14 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Heat og Celtics:

Seinni leikur næturinnar var oddaleikur Denver Nuggets og LA Clippers í annarri umferð úrslitkeppni Vesturstrandarinnar. Var hann nokkuð jfn og spennandi í fyrri hálfleiknum, þar sem að Clippers náðu á tímabili mest 12 stiga forystu. Seinni hálfleikur þeirra var þó afleitur, Nuggets tóku öll völd á vellinum og sigldu að lokum mjög svo öruggum 15 stiga sigri í höfn, 104-89.

Nuggets fara því áfram og mæta Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturstrandarinnar.

Atkvæðamestur fyrir Nuggets í nótt var miðherjinn Nikola Jokic með 16 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar. Fyrir Clippers var Montrezl Harrell bestur með 20 stig og 3 fráköst.

Það helsta úr oddaleik Clippers og Nuggets:

Fréttir
- Auglýsing -