Annarar deildar liðið Stál-Úlfur auglýsir eftir leikmönnum fyrir komandi tímabil og eru samkvæmt samtali við þá, allir velkomnir.
Vegna vandræða tengdum heimsfaraldri Covid-19 hafa margir fyrrum leikmenn liðsins misst vinnu sína á Íslandi og haldið af landi brott og af þeim sökum auglýsa þeir nú.
Stál-Úlfur hefur teflt fram liði síðastliðin 12 tímabil og er það ósk þeirra að félagið haldi áfram þrátt fyrir erfiðleika í leikmannamálum þessa stundina. Upplýsingar um æfingar og hvernig sé hægt að komast í samband við þá er að finna í skilaboðum þeirra hér fyrir neðan.
Íþróttafélagið Stál-úlfur leitar að liðstyrk fyrir komandi tímabil í 2. deild karla. Æfingar liðsins fara fram 3-4 sinnum í viku í Kársneskóla og Fagrilundi í Kópavogi. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við þjálfara liðsins Deividas með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða með því að hringja í síma 663-6268 í formann félagsins Algirdas. Allir eru velkomnir.