spot_img
HomeFréttirLos Angeles Lakers komnir í vænlega stöðu gegn Houston Rockets

Los Angeles Lakers komnir í vænlega stöðu gegn Houston Rockets

Einn leikur fór fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

Los Angeles Lakers lögðu Houston Rockets, 110-100, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Eru Lakers því komnir með 3-1 forystu í einvíginu. Með sigri í næsta leik geta þeir haldið áfram til úrslita Vesturstrandarinnar, þar sem að liðið mætir sigurvegara einvígis LA Clippers og Denver Nuggets.

Leikur næturinnar var aldrei spennandi þrátt fyrir að hafa aðeins unnist með 10 stigum. Lakers leiddu með aðeins 4 stigum eftir fyrsta leikhluta, en þökk sé góðum öðrum leikhluta var forysta þeirra komin í 16 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik. Það forskot létu þeir ekki eftir út leikinn, en þegar mest lét í seinni hálfleiknum voru þeir 23 stigum yfir.

Atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum var Anthony Davis með 29 stig, 12 fráköst og 5 fráköst. Fyrir Rockets var það James Harden sem dróg vagninn með 21 stigi, 4 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Það helsta úr leiknum

https://www.youtube.com/watch?v=J40Ym5uyc28

Úrslit næturinnar

Los Angeles Lakers 110 – 100 Houston Rockets

Lakers leiða einvígið 3-1

Fréttir
- Auglýsing -