spot_img
HomeFréttirMeistararnir tryggðu sér oddaleik gegn Boston Celtics

Meistararnir tryggðu sér oddaleik gegn Boston Celtics

Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og nótt.

Í fyrri leik kvöldsins lögðu meistarar Toronto Raptors lið Boston Celtics í tvíframlengdum naglbít. Með sigrinum tryggðu meistararnir sér oddaleik í einvíginu sem fara mun fram komandi föstudagskvöld. Sigurvegarinn mun svo mæta Miami Heat í úrslitum Austurstrandarinnar.

Atkvæðamestur fyrir Raptors í leiknum var Kyle Lowry með 33 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Celtics var það Jaylen Brown sem dróg vagninn með 31 stigi og 16 fráköstum.

Það helsta úr leik Raptors og Celtics:

https://www.youtube.com/watch?v=xX9yRAWZKV0

Í seinni leik kvöldsins lögðu LA Clippers lið Denver Nuggets í fjórða leik liðanna. Clippers þá komnir með 3-1 forystu í einvíginu og að er virðist aðeins formsatriði fyrir þá að klára það og halda til úrslita Vesturstrandarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegara einvígis Los Angeles Lakers og Houston Rockets.

Atkvæðamestur Clippers manna í nótt var Kawhi Leonard með 30 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Bestur í liði Nuggets var Nikola Jokic með 26 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.

Það helsta úr leik Clippers og Nuggets:

https://www.youtube.com/watch?v=kYf6XUOhccg

Úrslit næturinnar

Toronto Raptors 125 – 123 Boston Celtics

Einvígið er jafnt 3-3

LA Clippers 96 – 85 Denver Nuggets

Clippers leiða einvígið 3-1

Fréttir
- Auglýsing -