spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÓlöf Rún til Keflavíkur

Ólöf Rún til Keflavíkur

Keflavík hefur samið við bakvörðinn Ólöfu Rún Óladóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.

Ólöf Rún er 19 ára og úr Grindavík, þar sem hún lék upp alla yngri flokka og með meistaraflokki félagsins frá árinu 2015. Á síðasta tímabili skilaði hún 12 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik, en vegna meiðsla náði hún aðeins 10 leikjum með félaginu í Dominos deildinni. Þá hefur hún einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -