spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBjörn Kristjánsson með KR á komandi tímabili

Björn Kristjánsson með KR á komandi tímabili

Bakvörðurinn Björn Kristjánsson hefur framlengt samning sínum við Dominos deildarlið KR fram yfir á næsta tímabil. Staðfestir félagið þetta fyrr í dag á samfélagsmiðlum.

Björn hefur í fjögur skipti unnið þann stóra með KR, en sökum meiðsl lék hann aðeins 3 leiki á síðasta tímabili. Á þar síðasta tímabili skilaði hann 7 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum á um 20 mínútum að meðaltali í leik.

Samkvæmt Birni er hann spenntur að komast aftur af stað eftir erfið meiðsli og hlakkar hann mikið til að spila fyrir nýjan aðalþjálfara félagsins Darra Atlason.

Tímabil KR fer af stað þann 1. október, en þá fá þeir Njarðvík í heimsókn í fyrstu umferð Dominos deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -