Þór Akureyri hefur samið við Ivan Aurrecoechea um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfesti félagið þetta á thorsport.is.
Aurrecoechea er 24 ára gamall bandarískur og spænskur framherji sem síðaast lék með New Mexico State í bandaríska háskólaboltanum. Þar skilaði hann 11 stigum og 6 fráköstum á 24 mínútum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.