spot_img
HomeFréttirLang flestir spá Lakers titlinum í NBA áskorun Körfunnar og Miðherja

Lang flestir spá Lakers titlinum í NBA áskorun Körfunnar og Miðherja

NBA áskorun Körfunnar og Miðherja fer fjörlega af stað. Þáttaka þetta árið nokkuð mikil, en um 113 aðilar fylltu út seðil helgina eftir að deildarkeppni búbblunnar lauk.

Stig deildarinnar uppfærast þegar að hvert einvígi klárast, en nú eru þrjár af átta viðureignum fyrstu umferðar búnar þar sem að Miami Heat, Toronto Raptors og Boston Celtics hafa öll tryggt sér sæti í næstu umferð.

Hægt er að skoða stöðu keppninnar hér

Nokkuð áhugavert er að skoða hvaða liðum þáttakendur spá titlinum, en af 113 spá því lang flestir að Los Angeles Lakers vinni titilinn, 42%. Næst þar á eftir koma LA Clippers með 23% og Milwaukee Bucks með 20%. Þar á eftir koma sex lið með á bilinu 5 og niður í 0.5%. Athyglisvert er að sjá að aðeins 3% þáttakenda spá því að meistarar Toronto Raptors verji titil sinn, en skiptinguna er hægt að sjá hér fyrir neðan. Einnig verður að þykja áhugavert að sjá að enginn þáttakandi spáir Miami Heat eða Utah Jazz titlinum, en bæði lið hafa litið vel út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Hverjir hampa NBA titlinum samkvæmt NBA áskorun Körfunnar og Miðherja:

Los Angeles Lakers 42%

LA Clippers 23%

Milwaukee Bucks 20%

Denver Nuggets 5%

Boston Celtics 4%

Toronto Raptors 3%

Dallas Mavericks 2%

Houston Rockets 0.5%

Portland Trail Blazers 0.5%

Fréttir
- Auglýsing -