Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og í nótt.
Nokkur spenna var í framlengdum leik Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Fyrir leikinn voru Rockets með þægilegt 2-0 forskot í einvíginu og hefðu með sigri nánst lokað því, þar sem ekkert lið í sögunni hefur komið til baka og unnið einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir.
Þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma voru Rockets skrefinu á undan. Thunder gerðu þá eins og þeir hafa svo oft gert á þessu tímabili, unnu niður mun andstæðingsins á lokamínútunum og tryggðu sér framlengingu. Í henni tóku þeir svo öll völd á vellinum og unnu leikinn að lokum með 12 stigum, 107-119.
Chris Paul atkvæðmestur í liði Thunder með 26 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar á meðan að fyrir Rockets dróg James Harden vagninn með 38 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum.
Það helsta úr leik Thunder og Rockets
Úrslit næturinnar
Milwaukee Bucks 121 – 107 Orlando Magic
Bucks leiða 2-1
Indiana Pacers 115 – 124 Miami Heat
Heat leiða 3-0
Houston Rockets 107 – 119 Oklahoma City Thunder
Rockets leiða 2-1
Los Angeles Lakers 116 – 108 Portland Trail Blazers
Lakers leiða 2-1