spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaMcCutcheon og Holopainen til KR

McCutcheon og Holopainen til KR

KR er á fullu þessa dagana að safna liði fyrir Dominos deild kvenna. Liðið kemur gjörbreytt til leiks eftir frábært tímabil í fyrra. Í dag tilkynnti félagið að það hefði samið við Taryn McCutcheon, frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna á komandi leiktíð.

Í tilkynningu KR segir:

Taryn McCutcheon er 22 ára leikstjórnandi, 165 cm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður í liði MSU, skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Taryn tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári.

Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona, 188 cm framherji, sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum.

Francisco Garcia, þjálfari mfl. kvenna:
“Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum, leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk.”

“Taryn er solid leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State.”

“Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter.”

Fréttir
- Auglýsing -