spot_img
HomeFréttirÚrslit: Disney Damian með annan stórleikinn - Phoenix Suns eru eina taplausa...

Úrslit: Disney Damian með annan stórleikinn – Phoenix Suns eru eina taplausa liðið

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og nótt.

Enginn leikja næturinnar var neitt sérstaklega spennandi. Líkt og sjá má á lokatölum unnust allir leikirnir með á bilinu 10 til 16 stigum.

Lið Phoenix Suns bar nokkuð örugglega sigur úr býtum í leik sínum gegn Sacramento Kings og eru þeir eina liðið sem unnið hefur alla sína leiki. Atkvæðamestur Suns manna var ungstirnið Devin Booker, en hann skoraði 20 stig, tók 3 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hjá Pacers var það Malcolm Brogdon sem dróg vagninn með 25 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Líkt og Phoenix Suns, eru Portland Trail Blazers ekki ennþá búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Liðinu hefur þó gengið vel síðan að leikar fóru aftur af stað. Í gærkvöldi vann liðið Denver Nuggets með 10 stigum, 125-115. Lang besti maður vallarins var eins og svo oft áður, leikstjórnandi Trail Blazers, Damian Lillard, en hann skoraði 45 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum. Fyrir Nuggets var það Michael Porter Jr. sem var atkvæðamestur með 27 stig og 12 fráköst.

Úrslit næturinnar:

Los Angeles Lakers 97 – 113 Houston Rockets

New Orleans Pelicans 125 – 140 Sacramento Kings

Miami Heat 116 – 130 Milwaukee Bucks

Indiana Pacers 99 – 114 Phoenix Suns

LA Clippers 126 – 111 Dallas Mavericks

Portland Trail Blazers 125 – 115 Denver Nuggets

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -