spot_img
HomeFréttirÚrslit:Chris Paul stýrði Thunder til sigurs á Lakers

Úrslit:Chris Paul stýrði Thunder til sigurs á Lakers

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og í nótt.

Úrslitin voru öll nema ein eftir bókinni. Liðið Oklahoma City Thunder gerði sér lítið fyrir og vann Los Angeles Lakers, en þeir hafa þegar tryggt sér efsta sæti Vesturstrandarinnar á meðan að City Thunder er að heyja mikla baráttu við LA Clippers, Denver Nuggets, Houston Rockets og Utah Jazz um annað til sjötta sæti vesturstrandarinnar.

Atkvæðamestur City Thunder manna var leikstjórnandinn Chris Paul, sem skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Fyrir topplið Los Angeles Lakers var það LeBron James sem dróg vagninn með 19 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Hér má sjá það helsta úr leiknum

https://www.youtube.com/watch?v=j6do3S96C4M

Úrslit næturinnar:

Oklahoma City Thunder 105 – 86

Memphis Grizzlies 115 124 Utah Jazz

Philadelphia 76ers 107 – 98 Washington Wizards

Denver Nuggets 132 – 126 San Antonio Spurs

Toronto Raptors 109 – 99 Orlando Magic

Brooklyn Nets 115 – 149 Boston Celtics

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -