spot_img
HomeFréttirÚrslit: Jókerinn óstöðvandi í framlengingunni

Úrslit: Jókerinn óstöðvandi í framlengingunni

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Flestir voru leikirnir nokkuð spennandi, en líklega enginn þó líkt og viðureign Oklahoma City Thunder og Denver Nuggets. Eftir að hafa skipst á forystunni í fjölmörg skipti á lokakaflanum fékk leikstjórnandi City Thunder, Chris Paul, tvö víti í stöðunni 108-109 til þess að koma sínum mönnum yfir þegar að 2.9 sekúndur voru eftir. Hann setti þó aðeins annað niður og leikurinn fór í framlengingu. Í henni tók miðherjinn Nikola Jokic öll völd á vellinum og fór svo að lokum að Nuggets unnu leikinn með 8 stigum, 121-113.

Það helsta úr leiknum:

https://www.youtube.com/watch?v=0LDemFM1JsE

Úrslit næturinnar

Toronto Raptors 107 – 103 Miami Heat

Denver Nuggets 121 – 113 Oklahoma City Thunder (OT)

Indiana Pacers 111 – 100 Washington Wizards

Memphis Grizzlies 99 – 109 New Orleans Pelicans

San Antonio Spurs 130 – 132 Philadelphia 76ers

Los Angeles Lakers 116 – 108 Utah Jazz

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -