spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaDarryl Palmer á Selfoss

Darryl Palmer á Selfoss

Selfoss hefur samið við bandaríska leikmanninn Darryl Palmer fyrir komandi tímabil. Hann er 26 ára gamall framherji, 203 sm og lék síðustu tvö tímabil í úrvalsdeildinni á Kýpur, þar sem hann var valinn besti leikmaðurinn (MVP) og besti erlendi leikmaðurinn bæði árin. Þegar síðasta tímabil var blásið af vegna Corona veirunnar var hann stigahæstur (18,2), frákastahæstur (14,9) og framlagshæstur (36,2) í deildinni.

Palmer er fjölhæfur og hreyfanlegur kraftframherji, mikill íþróttamaður sem lætur mjög að sér kveða í fráköstum bæði í vörn og sókn. Hann getur skorað innan og utan teigs og sett niður þrista ef sá gállinn er á honum. Það sem ekki síst mælir með honum fyrir hið bráðunga lið Selfoss eru leiðtogahæfileikar innan sem utan vallar.

Darryl Palmer lék með NCAA 1. deildarskólanum South Carolina State 2012-2016, þar sem hann skilaði 7,8 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í 124 leikjum.

Darryl Palmer er væntanlegur um mánaðamótin ágúst/september.

Fréttir
- Auglýsing -