NBA deildin fór aftur af stað í gær með fjórum æfingaleikjum. Miami Heat lögðu Sacramento Kings með 104 stigum gegn 98, Los Angeles Clippers unnu Orlando Magic með 99 stigum gegn 90, New Orleans Pelicans kjöldrógu Brooklyn Nets með 99 stigum gegn 68 og Denver Nuggets báru sigurorð af Washington Wizards, 89-82.
Stóra frétt gærdagsins, fyrir utan þá staðreynd að lið væru aftur farin að spila á móti hvoru öðru, var óumdeilanlega frammistaða nýliðans Bol Bol fyrir Denver Nuggets. Á 32 mínútum spiluðum í sigri liðsins á Wizards skilaði Bol 16 stigum, 10 fráköstum og 6 vörðum skotum, en hér fyrir neðan má sjá háu ljós hans úr leiknum.
Æfingaleikirnir halda svo áfram í dag, en nokkrar spennandi viðureignir eru á dagskrá. Dallas Mavericks mæta Los Angeles Lakers, San Antonio Spurs mæta Milwaukee Bucks, Portland Trail Blazers mæta Indiana Pacers og Phoenix Suns mæta Utah Jazz.