spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel til Fraport Skyliners

Jón Axel til Fraport Skyliners

Enn bætist í hóp Íslendinga sem spila í sterkustu deildum Evrópu, en Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hefur samið við þýska úrvaldsdeildarliðið Fraport Skyliners.

Jón Axel hefur undanfarin fjögur ár leikið fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólaboltanum, og skoraði um 13 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar að meðaltali í leik á árum sínum með Davidson. Góð frammistaða hans varð til þess að Jón Axel var valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 í háskólaboltanum árið 2019. Samningur Jóns Axels við Skyliners gildir út komandi leiktímabil, 2020-2021.

Lið Fraport Skyliners endaði í 7.-8. sæti þýsku Bundesligunnar í ár en hefur leikið í Bundesligunni frá 1999. Liðið varð þýskur meistari árið 2004 og vann þar að auki FIBA Europe cup árið 2016.

Fréttir
- Auglýsing -