Íslenska kvennalandsliðið mun mæta heimakonum í Ungverjalandi kl. 16:00 á morgun að íslenskum tíma í undankeppni EuroBasket 2023. Liðið hélt út til borgarinnar Miskloc síðasta mánudag og hefur verið við æfingar í glænýrri höll Diósgyőri VTK, en leikurinn verður spilaður þar.
Hér má sjá hvaða 12 leikmenn verða í liðinu gegn Ungverjalandi
Karfan spjallaði við Ólaf Jónas Sigurðsson aðstoðarþjálfara Íslands eftir æfingu í dag um hóp íslenska liðsins, leikinn gegn verðugum andstæðing í Ungverjalandi og seinni leik gluggans, sem er heima í Laugardalshöllinni komandi sunnudag 12. febrúar gegn Spáni.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil