spot_img
HomeFréttirFyrirkomulag 2. deildar kvenna og 4. deildar karla

Fyrirkomulag 2. deildar kvenna og 4. deildar karla

Á komandi keppnistímabili 2020-2021 mun verða boðið upp á keppni í 2. deild kvenna og 4. deild karla. Leikið hefur verið í 2. deild kvenna nokkur síðustu tímabil, en ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi deildarinnar til að auðvelda fleirum að taka þátt.

Í báðum deildum verður leikið helgarnar 17.-18. október 2020 og 17.-18. apríl 2021.

  • skráning fyrir fyrri helgina stendur yfir 10.-30. september 2020
  • skráning fyrir seinni helgina stendur yfir 10.-30. mars 2021
  • leikreglur
    • leiktími: 2×7 mínútur með gangandi klukku
    • skiptingar: minniboltaskiptingar
    • fjöldi leikja: 5-7 á lið
    • framlenging: verði jafnt gildir fyrsta karfa sem sigurkarfa (gullkarfa)
    • leikmönnum í Domino‘s og 1. deildum karla og kvenna er óheimilt að keppa í 2. deild kvenna og 4. deild karla

Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag má finna hér fyrir neðan. 

Fréttir
- Auglýsing -