Martin Hermannsson er þýskur meistari eftir að lið hans Alba Berlín tryggði sér stærsta titil Þýskalands í dag.
Liðið mætti Ludwigsburg í síðasta leik tímabilsins í kvöld. Fyrri leik liðanna vann Alba með 23 stigum og þurfti Ludwigsburg því að sigra með meiri mun en það til að hrifa þýska meistaratitilinn úr höndum Martins.
Alba Berlín fór örugglega af stað í leik dagsins og náðu snemma forystunni. Ludwigsburg sem aldrei hefur unnið þennan titil áttu fá svör til að eiga möguleika á ótrúlegri endurkomu. Niðurstaðan varð því eins stigs sigur Alba sem tryggði sér þar með þýska meistaratitilinn.
Martin var virkilega öflugur í þessum leik, var stigahæstur og endaði með 14 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendinum.
Þetta er einn stærsti titill sem íslenskur körfuboltamaður hefur unnið og líklega stærsti deildartitill sem hefur unnist. Þýska deildin gríðarlega öflug og mikið afrek að sigra þennan titil. Martin hefur verið orðaður við evrópsk stórlið og verður gaman að sjá hver næstu skref hans verða.