Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin tóku stórt skref í áttina að úrslitunum í kvöld með 29 stiga sigri á Oldenburg í fyrri leik liðanna í undanúrslitum, 92-63.
Var Martin drjúgur fyrir sína menn í leiknum, með 12 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.
Líklegt verður að þykja að Alba Berlin klári þessi undanúrslit komandi miðvikudag og mæta þeir þá annaðhvort Ludwigsburg eða Ulm í úrslitum um þýska meistaratitilinn.