Bakvörðurinn Gabríel Sindri Möller mun leika á Íslandi á næsta tímabili, en hann staðfesti þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag. Á síðasta tímabili lék hann fyrir Augusta Jaguars í bandaríska háskólaboltanum.
Áður en hann hélt út lék Gabríel upp alla yngri flokka Njarðvíkur, sem og með Skallagrím í Dominos deildinni og Hamar í fyrstu deildinni. Tímabilið 2018-19 skilaði hann 10 stigum, 3 fáköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik með Hamri. Þá hefur Gabríel einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.
Í samtali við Körfuna sagðist Gabríel ekki ennþá vera ákveðinn í hvaða lið hann færi fyrir nýja tímabilið, en hann væri nokkuð spenntur spenntur fyrir því að spila aftur á Íslandi eftir lærdómsríkt síðasta ár í Bandaríkjunum.