spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaVestri með meistaraflokk kvenna í fyrsta sinn

Vestri með meistaraflokk kvenna í fyrsta sinn

Þær fregnir bárust af Ísafirði í dag að körfuknattleiksdeild Vestra myndi tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins, og senda lið til leiks í 1. deild kvenna haustið 2020.

Jafnframt var tilkynnt að Pétur Már Sigurðsson myndi sjá um þjálfun nýstofnaðs kvennaliðsins, sem mun aðallega samanstanda af leikmönnum úr stúlknaflokki félagsins. Pétur þjálfar sem kunnugt er einnig meistaraflokk karla hjá félaginu, auk þess að hafa áður þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Stjörnunni við góðan orðstír.

Verður þetta í fyrsta sinn sem Vestfirðingar tefla fram meistaraflokki kvenna undir nafni Vestra, en forveri Vestra, KFÍ, tefldi í mörg ár fram kvennaliði í 1. deild.

Fréttir
- Auglýsing -