spot_img
HomeFréttirÞjálfarar í Gatorade búðunum 2020 - Opið fyrir skráningar

Þjálfarar í Gatorade búðunum 2020 – Opið fyrir skráningar

Gatorade körfuboltabúðirnar árlegu fara fram í Valshöllinni að Hlíðarenda þann 15. til 18. júní 2020. Þetta er 19. árið í röð sem búðirnar fara fram en það er Ágúst Björgvinsson þjálfari hjá Val sem er yfirþjálfari að vanda.  Búðirnar í ár eru frá mánudeginum 15. júní til fimmtudagsins 18. júní næstkomandi, en þær eru hugsaðar fyrir áhugasama körfubolta-stráka og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára.

Í ár verða frábærir þjálfarar í búðunum einsog undan farin ár, nokkrir að þjálfa sitt fyrsta ár í búðunum en nokkri þjálfarar með margra ára reynslu.

Skráning hefur gengið mjög vel og eru aðeins nokkur laus pláss eftir hægt er að skrá sig hér

Þjálfarar í Gatorade búðunum 2020:

Ágúst Björgvinsson – Yfirþjálfara búðana síðan 2001

David Patchell – Þjálfari frá Englandi hefur þjálfaði í búðunum síðan 2013.

Daði Steinn Arnarsson – Þjálfari frá Hamar Hveragerði er á fyrsta ári í búðunum.

Chris Caird – Þjálfari frá Englandi og mfl.ka þjálfari Selfoss er að þjálfa fyrsta ári í búðnum.

Friðrik Þjálfi Stefánsson – hefur þjálfað í búðunum síðan 2012.

Halldór Geir Jensson – fyrum dómar og yngriflokka þjálfari Vals er að þjálfa fyrsta ár í búðunum.

Hákon Hjartarson – þjálfari frá Þorlákshöfn ný ráði hjá Fjölni er að þjálfa fyrsta ár í búðunum.

Helena Sverrisdottir – fyrirliðs íslenska landsliðsins og Íslandsmeistari með Val hefur þjálfað í búðunum síðan 2008.

Margrét Ósk Einarsdóttir – hefur þjálfað í búðunum síðan 2015

Lidia Mirchandani Villar – fyrum leikmaður með spænska landsliðinu, er að þjálfa í búðunum í fyrsta skiptið.

Oddur Benediktsson – aðstoðaþjálfari U20 karla hefur þjálfað í búðunum síðan 2008.

Ricardo González Dávila – Þjálfari frá Spáni sem hefur þjálfað landslið hjá Chile og Norður Koregu er að þjálfa fyrsta árið í búðunum.

Sævaldur Bjarnason – U18 ára landsliðs þjálfari kvenna hefur þjálfað í búðunum síðan 2003.

Enn á eftir að bæta við nokkrum þjálfurum og þá er hefð fyrir því að leikmenn úr íslensku landsliðunum kíkji í heimsókn.

Dagskrá fyrir búðinar mun vera gefin út á morgun.

Fréttir
- Auglýsing -