Stjórnendur NBA samþykktu í gær leið til að setja leiktímabilið aftur af stað eftir margra mánaða óvissu vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Adam Silver tilkynnti 11. mars síðastliðinn að tímabilinu yrði frestað ótímabundið og höfðu aðdáendur beðið spenntir eftir ákvörðun um framhaldið.
Nú er ljóst að tímabilið 2019-2020 mun halda áfram með breyttu sniði með 22 liðum sem snúa aftur til leiks. Upphafsdagurinn sem hefur verið valinn til bráðabirgða verður föstudagurinn 31. júlí. Samþykkt stjórnendanna er fyrsta formlega skrefið af mörgum sem þarf til að hefja tímabilið á ný.
Liðin sem munu taka þátt í nýja fyrirkomulaginu eru eftirfarandi:
Úr Austrinu (9 lið):
- Milwaukee Bucks
- Toronto Raptors
- Boston Celtics
- Miami Heat
- Indiana Pacers
- Philadelphia 76ers
- Brooklyn Nets
- Orlando Magic
- Washington Wizards
Úr Vestrinu (13 lið):
- Los Angeles Lakers
- LA Clippers
- Denver Nuggets
- Utah Jazz
- Oklahoma City Thunder
- Houston Rockets
- Dallas Mavericks
- Memphis Grizzlies
- Portland Trail Blazers
- New Orleans Pelicans
- Sacramento Kings
- San Antonio Spurs
- Phoenix Suns
NBA vinnur að því að ganga frá alhliða endurræsingaráætlun með leikmannasamtökum NBA (NBPA). NBA og NBPA vinna með sérfræðingum smitsjúkdóma, sérfræðingum í lýðheilsu og embættismönnum um að koma á fót strangri áætlun til að koma í veg fyrir og draga úr áhættunni sem tengist COVID-19, þar á meðal reglulega skimunarferli og ströngum öryggisaðferðum.
Þetta allt er einnig háð samningi við Walt Disney samsteypuna um að nota Walt Disney World Resort nálægt Orlando sem eina staðsetningu fyrir alla leiki, æfingar og vistarverur það sem eftir lifir tímabilsins.
Nánari útlistun á keppnisfyrirkomulagi NBA-tímabilsins sem og úrslitakeppninnar kemur síðar hér á Körfunni.