Þó aðferðir Michael Jordan hafi gengið til þess að fá Scott Burrell til þess að gera sitt besta með Chicago Bulls þegar að liðið vann sinn síðasta meistaratitil í NBA deildinni árið 1998 trúir Burrell ekki á það að slíkar aðferðir myndu ganga í dag
Burrell var nýlega gestur í Get Up þætti ESPN sjónvarpstöðvarinnar, þar sem hann tjáði sig um málið.
Sagði hann “Þetta myndi aldrei ganga. Krakkar eru með stórt egó, hafa aldrei verið þjálfaðir, aldrei verið ýtt í þá. Get ekki sagt allir, en svona flestir, hafa ekki farið í gegnum það að vera ýtt áfram á hverjum degi. Krakkar í dag, skipta bara um lið í stað þess að vinna í gegnum það sem er fyrir hendi”
“Það var á sínum tíma erfitt að það var Michael Jordan sem var að ýta á mann, borið saman við þjálfara og samfélög í dag. Fólk álítur Michael hrekkjusvín, en ég sé hann bara fyrir mann sem var að reyna að fá það besta frá öllum”
Burrell og fyrrum framkvæmdarstjóri Chicago Bulls, Jerry Krause, voru þeir sem fengu mesta reiðina frá Michael Jordan í heimildarþáttunum 10 sem ESPN framleiddi og sýndi, The Last Dance. Athugasemdir Jordan á Krause sumar nokkuð ljótar, en samkvæmt Burrell, voru athugasemdirnar á hann allar vegna þess að hann sá hvað hann var efnilegur.
Viðtalið er hægt að sjá í heild hér fyrir neðan: