Snæfell auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla og kvenna. Leitað er að metnaðarfullum, áeiðanlegum og kraftmiklum einstakling til þess að taka verkefnið að sér.
Kvennalið Snæfells er í Dominos deildinni, en karlalið þeirra í fyrstu. Bæði hafa liðin unnið Íslandsmeistaratitil á síðastliðnum áratug, en kvennaliði þeirra tókst hið magnaða afrek að vinna þrjá titla í röð á árunum 2014-16.
Allar frekari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.