Íslenska kvennalandsliðið heldur af landi brott í dag til Ungverjalands í dag til þess að leika fyrri leik sinn í lokaglugga undankeppni EuroBasket 2023 gegn heimakonum komandi fimmtudag 9. febrúar, en fram að leik mun liðið vera við æfingar í borginni Miskolc þar sem að leikurinn mun svo fara fram. Eftir leikinn mun liðið svo halda heim á leið, þar sem seinni leikur gluggans og sá síðasti í keppninni verður sunnudaginn 12. febrúar heima í Laugardalshöll gegn Spáni.
Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðinum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki.
Það komu upp meiðsli í landsliðshóp kvenna fyrir ferðina en landsleikjahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir frá Val, er meidd og getur ekki leikið að þessu sinni með liðinu. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans völdu Agnesi Maríu Svansdóttur frá Keflavík í hennar stað, en hún er nýliði og þetta er því hennar fyrsta A-landslið verkefni.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn Íslands munu leika leikina tvo:
Nafn · Lið (Landsleikir)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4)
Agnes María Svansdóttir · Keflavík (0)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27)
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil