Njarðvík tilkynnti á heimasíðu sinni fyrir skemmstu að Maciej Baginski hefði framlengt samningi sínum við karlaliðið og því væri hópurinn óðum að taka á sig meiri mynd. Formaður körfuknattleiksdeildar UMFN, Kristín Örlygsdóttir, sagði það ánægjulegt að Njarðvík væri að halda áfram kjarnaleikmönnum sínum og bætti við að Maciej væri einn af þeirra lykilmönnum.
Fyrir utan Maciej Baginski framlengdu fjölmargir ungir og efnilegir leikmenn samninga sína hjá Njarðvík, 16 talsins.
Í meistaraflokki kvenna framlengdu eftirfarandi leikmenn samninga sína við félagið: Andrea Rán Davíðsdóttir, Elfa Falsdóttir, Eva María Lúðvíksdóttir, Katrín Freyja Ólafsdóttir, Sara Mist Sumarliðadóttir, Vilborg Jónsdóttir, Júlía Scheving og Þuríður Birna Björnsdóttir Debes.
Í meistaraflokki karla framlengdu eftirfarandi leikmenn samninga sína við félagið: Bergvin Einir Stefánsson, Eyþór Einarsson, Gunnar Már Sigmundsson, Guðjón Karl Halldórsson, Hermann Ingi Harðarson, Rafn Edgar Sigmarsson, Róbert Sean Birmingham og Veigar Páll Alexandersson.
Maciej var með 10,5 stig, 2,1 fráköst og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili.