spot_img
HomeFréttirÓlafur Jónas tekur við kvennaliði Vals "Get ekki beðið eftir að byrja...

Ólafur Jónas tekur við kvennaliði Vals “Get ekki beðið eftir að byrja þetta”

Ólafur Jónas Sigurðsson var kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Vals í dag á blaðamannafundi í Fjósinu að Hlíðarenda.

Óli hefur þjálfað meistaraflokk kvenna hjá ÍR við góðan orðstír undanfarin ár og Breiðholtsliðið hefur vaxið með hverju árinu undir hans stjórn. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld að fara yfir í Val frá ÍR en heldur að þetta hafi verið rétta skrefið fyrir sig. Hann tekur við góðu búi af fráfarandi þjálfara Vals, Darra Frey Atlasyni.

Darri Freyr var að einhverju leyti í sömu sporum og Ólafur Jónas fyrir nokkrum árum síðan, en Darri Freyr fór einmitt úr því að þjálfa 1. deildarlið upp í það að þjálfa kvennalið Vals. Á blaðamannafundinum sagði Svali Björgvinsson, formaður Vals, að Ólafur væri efnilegur og metnaðarfullur þjálfari sem að hann væri sáttur við að hafa fengið.

Ólafi til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari verður Helena Sverrisdóttir, ein fremsta körfuknattleikskona Íslands fyrr og síðar. Óla hlakkar til að starfa með henni og öllum liðsfélögum hennar í liðinu.

Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan:

Ólafur Jónas hlakkar til að byrja eftir að hann tók við kvennaliði Vals í dag.
Fréttir
- Auglýsing -