KR-ingar hafa síðustu misseri staðið fyrir verkefni sem heitir, “Stöndum saman” þar sem hægt var að styrka deildina eftir að tímabilinu lauk í samkomubanninu. Verkefninu lýkur formlega föstudaginn 1. maí og ætlar KR að vera með beina útsendingu á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 þann dag.
Á heimasíðu KR segir, nánari upplýsingar má finna hér: Ingvar Örn Ákason (Byssan) fær til sín góða gesti. Við fáum að vita hvernig fjáröflunin gekk, ætlum að gera upp tímabilið, spá í það næsta og slá á létta strengi.
Kaupa miða á “Stöndum saman” hér.
Meðal gesta verða:
- Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna
- Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna
- Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna
- Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla
- Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla
- Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla
- Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla
- Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR
KR-ingar minna á að miðasölu lýkur þann 1. maí og hvetja alla KR-inga til að taka þátt hér: