spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaEygló Kristín til North Alabama Lions

Eygló Kristín til North Alabama Lions

Miðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir mun gangast til liðs við North Alabama Lions fyrir næsta tímabil. Lions leika í Atlantic Sun hluta efstu deildar bandaríska háskólaboltans.

Eygló hefur til þessa leikið upp alla yngri flokka KR, sem og með meistaraflokki félagsins. Þá var hún á síðasta tímabili með liði Fjölnis í fyrstu deildinni, en liðið vann deildina og mun leika í Dominos deildinni á næsta tímabili. Eygló skilaði 10 stigum og 7 fráköstum á 24 mínútum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þá hefur hún einnig leikið með yngri landsliðum Íslands.

https://www.instagram.com/p/B_fkyIgDwQ8/?utm_source=ig_web_copy_link
Fréttir
- Auglýsing -