spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÁgúst Goði og Paderborn héldu voninni um sæti í úrslitakeppni lifandi með...

Ágúst Goði og Paderborn héldu voninni um sæti í úrslitakeppni lifandi með sigri gegn Nurnberg

Ágúst Goði Kjartanson og Paderborn lögðu Nurnberg í gærkvöldi í Pro A deildinni í Þýskalandi, 81-77.

Með sigrinum færist Paderborn upp í 8.-11. sæti deildarinnar, en það sem af er tímabili hafa þeir unnið 10 leiki og tapað 10. Leiknar eru 34 umferðir í deildinni og munu efstu 8 sæti deildarinnar komast í úrslitakeppnina.

Ágúst hafði hægt um sig í stigaskorun á þeim tæpu 8 mínútum sem hann spilaði í leiknum, en skilaði tveimur stoðsendingum í þessum öðrum leik sínum fyrir liðið.

Næsti leikur Paderborn er þann 8. febrúar gegn toppliði Rasta Vechta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -