Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals og íslenska landsliðsins var gestur í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Í þættinum fór hún yfir ferilinn til þessa, stöðuna í dag, framtíðina og margt fleira.
Helena hóf unga að leika bæði með meistaraflokki og landsliði. Var aðeins 12 ára þegar hún hefur feril sinn með Haukum og tveimur árum seinna, er hún 14 ára þegar hún er komin í A landslið Íslands. Síðan þá hefur hún leikið á mörgum stöðum, háskólabolta í Bandaríkjunum, með sterkum liðum í Slóvakíu, Ungverjalandi og í Póllandi, sem og með uppeldisfélagi sínu í Haukum og Vali í Dominos deildinni.
Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.
Gestur: Helena Sverrisdóttir
Umsjón: Davíð Eldur og Sigurður Orri
Dagskrá
00:00 – Létt Hjal
02:30 – Upphafið hjá Haukum
07:30 – Meistaraflokkur 12 ára og Haukar 2000-2007
10:30 – Háskólaboltinn með TCU 2007-2011
18:00 – Atvinnumennska í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi 2011-2015
39:30 – Heim til Hauka aftur 2015-2018
47:00 – Erfið ferð til Ungverjalands
53:30 – Gengið til liðs við Val 2018
01:03:30 – Kvennaíþróttir í vandræðum vegna Covid-19
01:10:00 – A landsliðið 14 ára og Ísland 2002 til dagsins í dag
01:23:00 – Framtíðin
01:27:50 – Ef Helena væri ekki í körfubolta
01:31:00 – Draumalið samherja og hverjar hefur verið erfiðast að dekka