Þjálfari KR í Dominos deild kvenna og íslenska landsliðsins, Benedikt Guðmundsson, setti inn tillögur að fimm leikmönnum sem ættu að skipta um lið í sumar á samskiptaforritið Twitter í gær.
Tók hann þar til Halldór Garðar Hermannsson leikmann Þórs, Everage Richardson hjá Hamri, þá Róbert Sigurðsson og Srdan Stojanovic hjá Fjölni og Hansel Atencia hjá Þór Akureyri.
Hver þeirra fékk sínar ástæður og rök, en þráðinn er hægt að lesa í heild hér.
Í dag kom svo annar skammtur af ráðleggingum frá þjálfaranum knáa, en í honum tók hann til Ragnar Nathanaelsson leikmann Vals, Callum Lawson, Andrés og Veiga Hlynssyni leikmenn Keflavíkur og Jamal Palmer frá Þór Akureyri.
Ástæður og rök er hægt að lesa hér fyrir neðan í þræði Benedikts.